Um Málstöðina

Málstöðin var stofnuð í mars 2021 af Ragnheiði Dagnýju Bjarnadóttur talmeinafræðingi. Málstöðin er staðsett í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Málstöðin býður upp á greiningu, ráðgjöf og þjálfun tal- og málmeina.
Ragnheiður lauk B.Ed. prófi í leikskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands vorið 2003 og starfaði sem leikskólakennari til ársins 2011. Hún lauk meistaraprófi í talmeinafræðum frá Háskóla Íslands haustið 2014. Lokaverkefni hennar til meistaraprófs fól í sér að bera saman málsýni sex ára barna með og án málþroskaröskunar.